30.11.04


Nú, á matseðlinum voru kjúklingabringur legnar í hickory- og sojasósu og apríkósusultu og eitthvað fleira krapp. The mostest of the hostest vikan í fúlu svíngi. Posted by Hello


En draga að sér huggulegt kvenfólk. "Crazy Hands" Don Tommasino var hins vegar stöðugt með gikkputtann á lofti að þessu sinni. Ekki veit ég hvaðan hann hefur það. Posted by Hello


Böden pratar på telefon. Ég veit ekki hvað það er með þessa vini manns, allir furðufuglar sem vantar fótógenið. Posted by Hello


Once upon a time you dressed so fine, you threw the bums a dime in your prime... didn't youuuu? Arnar Übermeister á hátindinum, svo svalur að hann skyggir á Perluna. Posted by Hello

28.11.04


Then again, ef maður á svona fáránlega flotta músarmottu... Posted by Hello


Alltaf sama hálfbakaða mannaskítsglottið á þessum. Ég held að ég myndi ekki vera svona glottandi ef ég væri með svona skakkt trýni. Posted by Hello


Maður á alltaf að vera góður við mömmu sína og gefa henni kaffi. Mission accomplished for now. Posted by Hello


Hann er alltaf eins og sveppur þessi kall, en hann má eiga það að hann er liðtækur í húsverkin. Posted by Hello


Sjáiði andlitið í andardrættinum! Sjáiði!!! Þetta er djöfull sem situr um Melabúðina!!!!! Hence, God exists. Posted by Hello


Ekkert er jafn raunalegt og yfirgefinn pylsuvagn. Posted by Hello


Hrefna er svo auðvitað það öflug fyrirsæta að það penslar yfir reynslu- og hæfileikaskort hvaða ljósmyndara sem er. Sennilega efnilegasti rokkari landsins. Posted by Hello


Gestrisnin á þessum bæ er með eindæmum og Una er enginn foreldraeftirbátur í þeim efnum. Posted by Hello


Árný klikkaði á felulitunum, en það er allt í lagi. Það er sjálfhverf kóordinering sem telur, ekki innanstokksmunir. Posted by Hello


Það verður ekki annað sagt en að Hjörvar komi vel út úr myndavali kvöldsins. Þessi mynd er tvímælalaust sú langbesta sem náðist af honum að þessu sinni. Posted by Hello

26.11.04

62 ára í dag

Jimi Hendrix, fæddur Johnny Allen Hendrix í Seattle í Bandaríkjunum 27. nóvember 1942, nafni síðar breytt í James Marshall Hendrix, hefði orðið 62 ára í dag. Áður en hann lést í Lundúnum 18. september 1970 af ofneyslu áfengis og svefnlyfja auk mistaka sjúkraflutningamanna, 27 ára gamall, hafði hann slík áhrif á tónlistarsöguna að æ síðan hefur nafn hans verið sjálfvalið efst á hvern lista yfir bestu gítarleikara allra tíma.

Hendrix var sonur Al Hendrix, sem eitt sinn vann í ferðasjói Louis Armstrong, og konu hans Lucille, sem lést af gjálífi fyrir aldur fram. Á unglingsárum rakst hann illa í skóla og komst í kast við lögin fyrir að stela bílum og þvíumlíkt, en lærði sem betur fer á gítar þess utan. Til þess að komast í herinn þegar hann var sautján ára laug hann til um aldur og tók út tíma í fallhlífahersveit í Kentucky.

Þegar hann losnaði úr hernum eftir að hafa ökklabrotnað í stökki hóf hann að þvælast um Bandaríkin og spila með ýmsum hljómsveitum á búllum sem voru mestmegnis fyrir "litaða". Meðal þeirra sem hann lærði sjóbissnessinn hjá á þessum tíma voru Little Richard, Ike og Tina Turner, Wilson Pickett og The Isley Brothers. Ótrúleg færni hans naut sín ekki til fulls í þessu harki, enda var foringjaveldið þvílíkt að þegar Jimi og annar meðlimur í hljómsveit Little Richard keyptu sér litskrúðugar skyrtur til að klæðast á sviði brjálaðist Richard og rak þá umsvifalaust úr bandinu með þessum orðum: "Nobody in this band is allowed to look pretty except for me!"

Árið 1966 var hann kominn til New York og og hafði sett saman hljómsveit sem hann kallaði Jimmy James and the Blue Flames og spilaði í Greenwich Village. Eitt kvöldið var Chas Chandler, fyrrverandi bassaleikari The Animals, meðal áheyrenda og trúði því varla að gítarleikarinn á sviðinu væri ekki með samning neins staðar. Eftir fortölur fékk hann Hendrix til að koma með sér til Englands, þar sem planið var að gera hann að stórstjörnu.Þegar komið var til Englands voru Mitch Mitchell, sem áður hafði spilað á trommur með Georgie Fame, og Noel Redding, atvinnulaus gítarleikari sem féllst strax á að spila á bassa þegar hann heyrði Hendrix spila, fengnir til liðs við Hendrix og nýja hljómsveitin var kölluð The Jimi Hendrix Experience.

Þrátt fyrir að Hendrix hefði fram að þessu aldrei skrifað einn einasta lagstúf, svo vitað sé, fór hann að hrista lög fram úr erminni (eftir að fyrsta smáskífan, kóver af standardinum Hey Joe, kom út) og Experience tók klúbbasenuna í London með trompi. Bítlarnir, Stones, The Who, Eric Clapton... allir voru dolfallnir yfir snilldinni, sóttu klúbbana sem Experience spilaði á af áfergju og litu á Hendrix sem jafningja eða vel það. Eins og Clapton orðaði það á þessum tíma: “I’ve got a lick that’s better than Jeff Beck’s, and he’s got a lick that’s better than mine, but Jimi Hendrix is better than either one of us.”

Þá var bara næsta skref að ná völdum yfir Bandaríkjunum, og með góðra vina hjálp gekk það fljótlega eftir. Þegar John Phillips í The Mamas and the Papas ákvað að halda glæsilega tónlistarhátíð í Monterey í Norður-Kaliforníu um sumarið 1967, á slóðum skáldsagna Johns Steinbeck, hafði Paul McCartney samband við hann og hvatti hann eindregið til að leyfa The Jimi Hendrix Experience að koma fram. Þá var fyrsta plata sveitarinnar, Are You Experienced?, komin út í Bretlandi, en hún hefur yfirleitt verið í fyrsta sæti á listum yfir þær plötur sem hafa haft mest áhrif á gítarleik í rokki. Það gekk eftir og Brian Jones, krónprinsinn í Rolling Stones, kynnti bandið fyrir skaranum. Eftir ótrúlegt níu laga sett sem innihélt meðal annars algjört hernám á Like a Rolling Stone eftir Bob Dylan og endaði á súrrealísku niðurrifi á Troggs-slagaranum Wild Thing, kveikti Hendrix í gítarnum og braut hann síðan í mask á sviðinu. Það er óhætt að fullyrða að aldrei hafi sést eða heyrst viðlíka frammistaða rokkhljómsveitar á sviði.

Framinn varð álíka skjótur í Bandaríkjunum og sveitin túraði með Engelbert Humperdinck og The Monkees, eins fáránlega og það hljómar. Um jólin kom út önnur breiðskífa, Axis: Bold as Love, sem var engu síðri en sú fyrri. Keyrslan var hins vegar gífurleg og fyllerí og dópneysla margfölduðust með frægðinni. Sumarið 1968 kom út meistarastykkið, hin tvöfalda Electric Ladyland sem var nefnd eftir stúdíóinu Electric Lady sem Hendrix var að byggja í New York. Platan er helst sambærileg við Hvíta albúm Bítlanna þegar kemur að fjölbreytni, þó að Hendrix hafi í sannleika sagt farið lengra þegar kom að því að búa til sinfóníur með hjálp stúdíotækni. Hún er þó í dag þekktust fyrir hina ótrúlegu útgáfu á laginu All Along the Watchtower, sem höfundurinn Bob Dylan reyndi í mörg ár að herma eftir, og Voodoo Chile (Slight Return).

Eftir að Electric Ladyland kom út hætti hljómsveitin The Jimi Hendrix Experience og fann Hendrix sér aldrei fastan mannskap í neinn teljandi tíma eftir það. Á Woodstock-hátíðinni í ágúst 1969 spilaði hann um mánudagsmorgun fyrir þá sem stóðu eftir í leðjunni og kom sér á spjöld sögunnar með einstakri útgáfu af bandaríska þjóðsöngnum, sem hann sagði síðar í spjallþætti Dick Cavett að hefði bara rifjast upp fyrir sér þegar hann hugsaði einn daginn aftur til skólaáranna. Engin plata með nýju efni kom út það árið.

Á nýársdag 1970 kom Hendrix fram í New York með hljómsveit sinni Band of Gypsys, þar sem gamall félagi hans úr hernum, Billy Cox, spilaði á bassa og Buddy Miles á trommur. Tónleikarnir voru síðar gefnir út á plötunni Band of Gypsys sem er vel þess virði að eiga fyrir lagið Machine Gun, hrikalega kraftmikið andóf gegn stríði. Bandið entist hins vegar mjög stutt og fljótlega var Mitch Mitchell aftur kominn í trommarasætið.

Í september 1970 gerist það svo að Jimi Hendrix deyr í Lundúnum. Hann er grafinn í Seattle að viðstaddri fjölskyldu og vinum. Síðan þá hefur komið út að því er virðist endalaust magn af plötum, enda var Hendrix vinnufíkill og ýmist að djamma í hljóðveri fram undir morgun eða ferðast um og spila. Fyrir fáum árum vann fjölskylda hans loksins mál um útgáfurétt á verkum hans og þýddi það betri tíð fyrir áhugamenn um tónlist hans, meðal annars útgáfu á plötunni First Rays of the New Rising Sun, sem flestir eru sammála um að sé nálægt því sem hann hafði í huga þegar hann dó. Tónleikaplöturnar eru margar hverjar frábærar og má nefna Jimi Plays Monterey, Live at Winterland, Hendrix in the West, The Jimi Hendrix Concerts, Experience, Jimi Plays Berkeley, Radio One, Live at Woodstock og Live at the Fillmore East.

...and President George W. Bush will damn the consequences

Ég veit ekki hversu margir eru búnir að sjá þennan gullmola, en ég er algjörlega heillaður. Þetta er síða sem yljar mér um hjartaræturnar, og þessi líka. Spread the word! Death to tyrants!

24.11.04

Til hamingju með fallið

Reyndar gerðist nokkuð sérkennilegt í gær. Ég las grein sem var stútfull af órökstuddum fordómum og blaðri, sem er mér reyndar ekki framandi lífsreynsla, en þessi grein kom úr penna sem ég hef oftast vitað standa fyrir jákvæð og uppbyggileg gildi. Mér leist mjög illa á þetta, þar sem ég þekki höfundinn lítillega og mín reynsla af honum er sú að hann sé mikið ljúfmenni og vel gefinn. En það var ekki að sjá af þessari grein. Stuttri stundu stundu síðar kemur svo höfundurinn aðvífandi þar sem ég sit og heilsar mér sérstaklega með virktum og góðum orðum. Ég get ekki að því gert að taka því án mikils áhuga, og við það er hann farinn.
Það er ekki laust við að tilfinningar og skoðanir manns séu stundum blendnar þegar heimsmyndin er svona hreyfanleg á alla kanta.

Svör

Og svörin eru Bart Simpson og Lee Harvey Oswald, respectively. Sem þýðir að ég ætla að fá mér eitthvað að éta.

23.11.04


Strákarnir voru ekki alveg með reglurnar á hreinu og keppnisskapið vildi ýfa stemninguna á köflum, sem og misjafn árangur. Posted by Hello


Eftir að komið var í bjórinn var tekið megaplebb á knattborðunum á Rauða Ljóninu. Einbeitingin var demónísk. Posted by Hello


Það var byrjað á gæs og rauðvíni þetta kvöldið, gestgjafinn Bjarki þarna kominn úr Liverpool-treyjunni og í góða skapið. Posted by Hello


Hei, það virkar! Þá verð ég að setja inn nokkrar frá því um daginn, byrja á Einari á klósettinu. Sorrí Einar, en þetta er mjög góð mynd af þér. Posted by Hello


Hendi hérna inn einni mynd þannig að maður sé nú aðgengilegur á sjónrænu form, blogglega séð, ef það sé ásættanlegt. Posted by Hello

Undraheimur auglýsinganna

Hugurinn þvælist um marga refilstigu. Af einhverjum ástæðum mundi ég allt í einu (sumpart) eftir gamalli sjónvarpsauglýsingu þar sem sögð eru orðin "Konan er eyland..." mjúkri röddu og nakin kona sést... gera mest lítið nema liggja og láta myndavélina strjúka sér. Til að selja einhvers konar húðvörur, geri ég ráð fyrir. Hvað var eiginlega verið að auglýsa? Og fannst engum þetta asnalegur frasi á sínum tíma?

22.11.04

Besta getraunin hingað til

Hér er loksins getraun með kjöti á beininu. Hver mælti:

"Happiness is not based on oneself, it does not consist of a small home, of taking and getting. Happiness is taking part in the struggle, where there is no borderline between one's own personal world and the world in general."

Glæsileg verðlaun eru í boði, fyrir utan ánægjuna, sem ég vil leyfa mér að fullyrða að sé töluverð.

Íslenskar getraunir

Getraunir eru sívinsælar, og hér er ein:

Hver mælti: "I'd like to play me latest chart-toppa, "Me Fans Are Stupid Pigs""?

Gómsætur málsverður að mínu vali í verðlaun.

21.11.04

Draumurinn um bolinn

Í meira en ár hef ég átt mér draum. Hann er á þá leið að láta prenta fyrir mig á bol. Á svartan grunninn yrði ritað hvítum stöfum, ekki of stórum en með klassískum fonti:

FUCK THIS SHIT

Þessum bol ætla ég að klæðast á hverjum degi sem ég þarf að vinna um helgi.

Og nú fer að líða að því að draumurinn rætist, jafnvel fyrir jól. Það verður mikil gleðistund. Spurningin er hvort frumhönnun af öðru tagi ratar á bol, en það hefur verið á teikniborðinu síðan í sumar. Þær fara að hrúgast upp flíkurnar sem bera vitni um borgaralega óhlýðni, íkonóklastískan hálfkæring og annan rembing.

RÚV

Rólegheitastund yfir imbanum að horfa á heimildarmynd um Hieronymus Bosch. Það er eins gott að RÚV gerir eitthvað af því að sýna góðar heimildarmyndir, því ekki gerir Stöð 2 það. En ég er að verða sífellt skeptískari á þýðingarnar. Ef mér skjátlast ekki þeim mun meira var "aesthetic aspects" þýtt sem "dulræn leiðsla". Ég er alveg fjarverandi í hádegismat um hvernig það hefur komið til.

20.11.04

Niður

Ég hef verið að hugsa um/finna ónotatilfinningu í nokkra stund. Það sem ég hélt að væri slen eða sjálfsvorkunn eða leiði er að pota í mig með einhverjum dýpri undirtón sem ég veit ekki hvernig ég get lýst. En þá heyri ég tónlist úr næsta sjónvarpi sem hljómar eins og niðursoðinn fasismi: Rule Britannia, kveinað aftur og aftur móðursýkislegum röddum. Samhljómur og hrollur. Það er eitthvað að.

17.11.04

To be humbled in Iceland

Blimey, á maður að fara á The Fall í Austurbæ í kvöld fyrir 3.200 spírur eða taka sénsinn á að komast annað kvöld á Grand Rokk fyrir þúsundkall, með ótilgreindan glaðning í kaupbæti? Ég held bara að það sé Grandið. Garanteruð skemmtun, enda er Mark E. Smith jafn mikill sjarmör og skáld. Nei, ég lýg því. Hann er svo ljótur að hann hefði getað leikið holdsveikisjúkling í mynd eftir Hrafn Gunnlaugs, án farða. Og heimsfrægur fyrir geðvonsku og himpigimp. En skáld er hann.

14.11.04

Bjóður viðs

Það er ekki margt jafn óvænt ógeðslegt og að taka annars hugar upp plastmál sem maður heldur að sé fullt af heitu cappuccino en finna þá og sjá að innihaldið er svart og sykurlaust frá deginum áður, eftir einhvern annan, og kalt eftir því. ðúömhurvluðvehlblnmbðö. ðvarhglblehlð. ðö. hluml.

Russell Jones látinn í Bandaríkjunum

Hér eru sorgleg tíðindi:
Rapparinn Ol' Dirty Bastard, réttu nafni Russell Jones, lést á laugardag í hljóðveri í New York eftir að hafa kvartað undan verkjum í brjóstkassa fyrr um daginn. Hann var 35 ára gamall. ODB var kunnastur fyrir framlag sitt til rappsamsteypunnar Wu-Tang Clan, sem sló rækilega í gegn árið 1993 með skífunni Enter the Wu-Tang (36 Chambers). Hópurinn tróð upp í New Jersey á föstudag eftir langt hlé, en ODB lét ekki sjá sig í það skiptið. Jones, sem gekk einnig undir nöfnunum Big Baby Jesus og Dirt McGirt, var þekktur fyrir óperuskotinn rappstíl sinn og óútreiknanlega hegðun. Hann komst margoft í kast við lögin vegna eiturlyfjaneyslu og vopnaeignar og sat inni í tvö ár. Hann lætur eftir sig 13 börn.
Hvíl í friði, Russell. Heimurinn verður litlausari án þín.

13.11.04

Útlendingahatur

Í könnun sem Gallup gerði nýlega sögðust 36 prósent Íslendinga vera á móti því að innflytjendur fengju að halda í siði sína og venjur. Þá skulum við aðeins stoppa og hugsa. Er meira en þriðjungur af þjóðinni á móti því að fólk sem flyst milli landa haldi einhverju af menningu sinni? Þetta er algjörlega brjálæðisleg tilhugsun, svo brjálæðisleg að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja á að benda á hvað þetta er mikil klikkun. Ég held ég guggni bara á því. En við getum tekið sem dæmi þá spurningu hversu margt af þessu fólki sé ánægt með hvað afkomendur Íslendinga sem fluttust til Kanada og Bandaríkjanna fyrir rúmri öld síðan eru stoltir af íslenskum uppruna sínum. Eða haldið áfram að éta úldinn mat í moldarkofum og stunda innræktun. Það er sko þjóðlegt.

12.11.04

Sermónn

And spotteth twice they the camels before the third hour. And so the Midianites went forth to Ram Gilead in Kadesh Bilgemath by Shor Ethra Regalion, to the house of Gash-Bil-Betheul-Bazda, he who brought the butter dish to Balshazar and the tent peg to the house of Rashomon, and there slew they the goats, yea, and placed they the bits in little pots. Here endeth the lesson.

Síðvöknunardraumvakning

Alveg fannst mér í morgun eins og mig hefði dreymt heilan haug. Svo heyri ég fólk út undan mér rétt í þessu pæla í því hvar Snæland sé og man þá einmitt að mig dreymdi að ég væri að flytja í Fossvoginn. Sá einmitt fyrir mér gott tsjill og labbitúra í dalnum, fannst skrítið fyrst að stefna á þetta hverfi en leist síðan mjög vel á það. Ég man ekki eftir því að draumar hafi rifjast svona upp fyrir mér frá engu, er þetta eðlilegt?

10.11.04

Ósmekklegur titill nauðsynlegur

Nú þegar menn eru að spá í hversu langt sé verið að ganga í að fylgjast með banalegu/dauðastríði/veikindum Arafats rifjast upp fyrir mér sagan "The Secret History of World War III" en það er ein af eintómum góðum í þessari bók sem ég hef vonandi grafið í kassa einhvers staðar niðri í geymslu. Í sögunni eru fjölmiðlaheilaþvotturinn, firringin, múgsefjunin og allt heila geðfötlunarklabbið komið á það stig að það eina sem kemst að í fjölmiðlum eru frásagnir af innyflastarfsemi og helstu lífsmerkjum Reagans forseta. Þriðja heimsstyrjöldin flýtur framhjá án þess að neinn taki eftir, enda fjarstýrð einhvers staðar úti í rassgati.
En ef einhverjum hefur dottið það í hug, þá gerist það áður en maður á von á. Tökum Being There sem dæmi. Þroskaheftur maður með soundbyte-hæfileika verður (kannski) forseti Bandaríkjanna. Aldeilis óhugsandi pæling það. Síðan hefur þróunin verið Reagan - Quayle (næstum því) - W. Þrjátíu árum eftir að bókin kemur út er forsetinn að rembast við að lesa fyrir litla skólakrakka einhvers staðar úti í sveit meðan verið er að rústa skýjakljúfum í New York. Hver hefði þá ekki viljað spóla aftur nokkra mánuði og fá Chauncey Gardiner í embættið?
Og hvað er þá langt þangað til háð verða mannskæð stríð án þess að við fréttum af því að það er of mikið af einhverri annarri drullu í fréttunum, eins og hvert Justin Timberlake og Cameron Diaz ætla í jólafríinu eða hvort fjármögnun fæst fyrir sjálfheldinn kergjunartank á Sultartanga úr viðlagasjóði eða eitthvað? Stríð sem er ekki minnst á í fjölmiðlum? Æi, mín mistök. Ég er greinilega orðinn syfjaður. Góða nótt.

Gleimmerfræbbbl

Fínn afrakstur í kvöld. Fór með Arnari Má, þeim mæta Laxnessdólgi, á Vitabarinn í dinner sem var bjór og Gleimmérei (hvítlaukshamborgari). Þrír vinstri þumlar upp fyrir það helvíti. Svo á heimildarmynd um Fræbbblana. Hún var ágæt, meira skemmtilegt að sjá viðtölin við Jón Gnarr, Dr. Gunna og Mike Pollock en að Fræbbblarnir sjálfir séu eitthvað band sem maður myndi einhvern tíma nenna að hlusta á heila plötu með. Íslensk tíðarandasmíð, ekki missa af þessari mynd þegar hún verður sýnd í sjónvarpinu, hvenær sem það verður. Svo á leiðinni í bílinn kom hið ótrúlega: of mikil rigning, eins og migið væri úr fötu, eins og sagt er.
Annars var ég einhvern tímann í kvöld að spá í það að blogga bara um svefnvenjur eða heimilistæki í minnst viku, en nú er ég strax að klúðra því. Ég verð þá bara að eiga það inni. Annað sem er í uppsiglingu er langþráð follow-up af frægum nöfnum mínum, sem gæti orðið sæmilega víðtækt. Bara svona ábending til sjálfs mín áður en ég fer að ímynda mér að ég sé búinn að því.

50 mínútna áskorunin

Ég veit: er möguleiki að sofna fyrir eitt? Þá er eins gott að ég finni einhverja nógu leiðinlega borð á náttborðinu. Kannski getur Lonesome Cowboy Bill djönkað mig í svefn, eða X-kynslóðin valíumað mig út. Fylgist með þessari æsispennandi áskorun!

9.11.04

Í upphafi var ekki mikið að segja

Bara að dufla. Þetta verður vettvangur fyrir naflaskoðun, hausskoðun, djúpspeki, innantómt blaður og kúrekabrandara. Ef mér dytti eitthvað í hug að segja eða skrifa núna myndi ég pikka það inn, en ég bíð bara rólegur þangað til.