13.11.04

Útlendingahatur

Í könnun sem Gallup gerði nýlega sögðust 36 prósent Íslendinga vera á móti því að innflytjendur fengju að halda í siði sína og venjur. Þá skulum við aðeins stoppa og hugsa. Er meira en þriðjungur af þjóðinni á móti því að fólk sem flyst milli landa haldi einhverju af menningu sinni? Þetta er algjörlega brjálæðisleg tilhugsun, svo brjálæðisleg að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja á að benda á hvað þetta er mikil klikkun. Ég held ég guggni bara á því. En við getum tekið sem dæmi þá spurningu hversu margt af þessu fólki sé ánægt með hvað afkomendur Íslendinga sem fluttust til Kanada og Bandaríkjanna fyrir rúmri öld síðan eru stoltir af íslenskum uppruna sínum. Eða haldið áfram að éta úldinn mat í moldarkofum og stunda innræktun. Það er sko þjóðlegt.

1 Ummæli:

Þann 5:29 f.h. , Blogger hronnsa sagði...

sjish. ja. islendingar eru frabaerir. og jafnari en adrir. gerir mann (mig allavega) algjorlega bil og sturl ad hugsa um thetta med lona og naflann og hvad thjodarsalin er sannfaerd um ad island se i raun alveg i hringidu alheimsins. not. but then again, tha erum vid nu ekki alveg eins langt uppi rassgati med hofudid og "sumar" thjodir (vona eg!)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim