Til hamingju með fallið
Reyndar gerðist nokkuð sérkennilegt í gær. Ég las grein sem var stútfull af órökstuddum fordómum og blaðri, sem er mér reyndar ekki framandi lífsreynsla, en þessi grein kom úr penna sem ég hef oftast vitað standa fyrir jákvæð og uppbyggileg gildi. Mér leist mjög illa á þetta, þar sem ég þekki höfundinn lítillega og mín reynsla af honum er sú að hann sé mikið ljúfmenni og vel gefinn. En það var ekki að sjá af þessari grein. Stuttri stundu stundu síðar kemur svo höfundurinn aðvífandi þar sem ég sit og heilsar mér sérstaklega með virktum og góðum orðum. Ég get ekki að því gert að taka því án mikils áhuga, og við það er hann farinn.Það er ekki laust við að tilfinningar og skoðanir manns séu stundum blendnar þegar heimsmyndin er svona hreyfanleg á alla kanta.
2 Ummæli:
Mjá, það vill segja í áliti. Þó að sumir vilji meina að þetta sé spurning hjá honum um hvaða fíkn hann velur af tveimur slæmum.
Ahahah! Fundinn!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim