30.4.06

Flokkslínan

Ég var að lesa eitthvað jarm um að forysta Framsóknarflokksins* hefði verið "ósamstíga" í málum eins og Evrópumálum. Spurning að taka smá pásu og hugsa þegar svona orð koma fyrir.
Það er fáránlegt að gagnrýna fólk fyrir að vera ósammála. Algjörlega fáránlegt. Samstíga flokkar, þar sem allir eru í sama liði og eru skíthræddir við að ergja toppana því þeim finnst svo gott að vera á spenanum, eru stórhættulegir og ólýðræðislegir. Stjórnmál eiga einmitt að snúast um að fólk viðri skoðanaágreining, reyni að læra eitthvað og komist síðan á endanum að niðurstöðu ef hægt er. Eða haldi bara áfram að vera ósammála og láti meirihlutann ákveða.
Vitið þið hverjir eru samstíga? Nasistar.


*Ekki kjósa samt Framsóknarflokkinn. Og ekki kjósa heldur Exbé.

28.4.06

Helgin

Fram undan er fögur helgi. Mígið laust á gleðinnar dyr.

21.4.06

Markaðsblogg

Markaðurinn er maðkaður.

20.4.06

Afmælisgjöf

Í miðri afmælisgleðinni í gær vorum við Vala Birna að æfa okkur að láta hana standa í fæturna, sem kemur henni alltaf í gott skap þessa dagana. Í þetta skiptið var það svo skemmtilegt að hún fór að skríkja af gleði og hélt því áfram linnulaust í meira en mínútu. Engin smá afmælisgjöf að fá fyrsta hláturskastið beint framan í mig.

19.4.06

Slagorð dagsins úr heimi fjölmiðlanna

Ekki lýgur Magginn.

18.4.06

Heyrt í vinnunni klukkan 11:38

"Hérna, eigum við ekki að fara að éta djúpsteikta ýsu... með hrísgrjónum?"

Í tómleika hversdagsins býr fegurð.

17.4.06

Djógur

Jæja, þá hefur herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sem er svona eins og Idol-stjarna Íslands í flottari búningi, lýst því yfir að páskarnir séu djók. Þetta geri ég ráð fyrir að sé niðurstaða nýjustu og nákvæmustu rannsókna í guðfræði, sem er drottning vísindanna. Pyntingarnar, aftökurnar og upprisan eru þá væntanlega öll innifalin í þessu spaugi. Vissulega er margt fyndið í biblíunni en mér finnst þessi passía/pína öll frekar grátt gaman, þannig að ég skil að hann reyni að firra sig og sína stofnun ábyrgð á margra alda leiðindum og þaðan af verra á föstudaginn langa. Þið vitið, sama stofnunin og réð hérna á miðöldum þegar allt var í klessu og situr ennþá á eignum upp á einhverja slatta milljarða á grundvelli þess tíma eignarhalds. Sjáum hvað hann verður ýkt flippaður og ligeglad og skellir sér á lær næst þegar einhver fer að tala um álfa eða önnur hindurvitni sem ekki hafa verið margsönnuð vísindalega eins og allar viðurkenndu kenningarnar og biblíusögurnar sem hann byggir þægilega afkomu sína á. Ofsa hress náungi.

16.4.06

Mesta trúarhátíð landsins


Á sunnudögum á heiðvirt fólk að klæða sig í spariföt og hafa sig til. Það gerði ég og leið betur á eftir. Páskahátíðin hefur verið ánægjuleg.

14.4.06

Norður

Mig dreymdi í nótt að ég sæti á sviðinu þar sem Doors voru að spila Light My Fire og voru geðveikt þéttir og í fílíng. Góður draumur maður. Annars er ég með fjölskylduna á Akureyri, við höfum hitt yfir fimmtíu manns á þremur dögum, farið í leikhús og rúntað Húsavíkur-Mývatns hringinn. Bestu kveðjur til allra sem við höfum séð framan í en ekki síður þeirra sem við misstum af í þetta skiptið.

6.4.06

Spurn

Skemmtileg þessi spurningakeppni í sjónvarpinu. Norðanmenn stóðu sig mjög vel.

5.4.06

Komment

Nýr stæll í kommentakerfum mar. Kommentið á það.