29.5.06

Geit

Ég er að spá í að kýla á þetta. Geitur eru kúl.

28.5.06

Afhroð

Fyrsta regla í Handbók Sigmundar Ernis um stjórnmálaskýringar: Í hverju gefnu kjördæmi er ávallt að minnsta kosti einn framboðslisti sem geldur afhroð.

26.5.06

Táknmálsframígrip

Hvað gerir táknmálstúlkurinn þegar pólitíkusarnir eru sífellt að grípa fram í og gjamma hvern annan í kaf? Og hvað gerir RÚV til að tryggja pólitískt hlutleysi táknmálstúlkanna við slíkar aðstæður?

24.5.06

Þýli

Hvaðan kemur eiginlega þetta orð sem Þór þjóðernisveðurfræðingur klístrar á landið okkar fagra á kortum? Er þetta íslenskun á Thule?

19.5.06

Kosningaslagorð

Tryggjum öldruðum húsnæði sem er þeim samdauna.

Morgunleikfimi

Ég vaknaði klukkan korter yfir fimm í morgun og gekk upp á Keili. Það er ekki laust við að ég sé pínu syfjaður núna.

18.5.06

Frábær hugmynd

Líst ekki öllum geðveikt vel á að leggja þriðjung - afsakið, rétt tæpan þriðjung - af Viðey undir golfvöll? Framkvæmdin myndi meira að segja bera sig fjárhagslega, segja þeir sem vita gerst. Þetta er alveg massagóð hugmynd mar.

17.5.06

Hjól

Hei! Ég fór og keypti mér hjól! Er að spá í að hjóla kringum Nesið og út í 104 á laugardaginn. Einhver með?

16.5.06

Asnaleg heiti

BK kjúklingar
BT tölvur
KB banki
DVD-diskar

og svo má eflaust lengi telja.

Kosningar

Ég ætla alveg að sleppa því að kjósa frambjóðendur sem eru ofsalega duglegir að keyra um á sérhönnuðum kosningaökutækjum og útbýta nammi og loforðum.

15.5.06

Hagsmunir

Er eðlilegt að ráðherrar leiki í auglýsingum stórfyrirtækja?

James Osterberg og hljómsveit leika nokkur sígild lög


Ég þurfti að stilla mig sérstaklega um daginn að nöldra ekki yfir því að á menningarsíðum Moggans var talað um að Iggy Pop hefði spilað í Hafnarhúsinu. Svo kíkti ég í Moggann áðan og sá mynd af Óttari Proppé þar sem stóð að Dr. Spock hefði hitað upp fyrir Iggy Pop.

THE STOOGES! THE STOOGES! THE STOOGES! THE STOOGES!

EKKI IGGY POP!

THE STOOGES!

Þeir tóku ekki einu sinni eitt einasta lag með Iggy. Ef Einar Bárðar flytur einhvern tímann The Rolling Stones til landsins, ætla menn þá að tala um að Mick Jagger hafi spilað? Djöfull getur þetta farið í taugarnar á mér.

14.5.06

Þríþraut

Í morgun tók ég þátt í Kópavogsþríþrautinni, sem er 400 m sund, 10 km hjólreiðar og 2,5 km hlaup. Ég kom síðastur í mark af sirka tuttugu manns á tímanum 1:00.50 en þetta var frábærlega skemmtilegt og ég hef tekið stefnuna á að gera þetta sem fyrst aftur og bæta mig um einhverjar mínútur. Ef ég verð aftur síðastur hirði ég bara háðungarverðlaunin aftur: kók og prins póló.

12.5.06

Morgunspaug

Við vorum að spjalla saman í morgun, konan mín og ég. Varð mér þá að orði: "Svona er lífið ein stanslaus gamanópera." Hlógum við svo bæði, ég þó sýnu meira.

10.5.06

Alltaf í kúlunni

Hver er munurinn á bolta og kúlu? Talar enginn um golfkúlur lengur?

4.5.06

Dum Dum Boys

59 ára gamall maður að stinga sér fram af sviði og öskra að hann sé að verða 22 ára á þessu ári, 1969. Algjörlega sannfærandi. Ekkert hnetusmjör, engir nasistabúningar, ekkert blóð, ekkert Search and Destroy. Bara geðveikislega frábærir rokktónleikar.