14.11.04

Russell Jones látinn í Bandaríkjunum

Hér eru sorgleg tíðindi:
Rapparinn Ol' Dirty Bastard, réttu nafni Russell Jones, lést á laugardag í hljóðveri í New York eftir að hafa kvartað undan verkjum í brjóstkassa fyrr um daginn. Hann var 35 ára gamall. ODB var kunnastur fyrir framlag sitt til rappsamsteypunnar Wu-Tang Clan, sem sló rækilega í gegn árið 1993 með skífunni Enter the Wu-Tang (36 Chambers). Hópurinn tróð upp í New Jersey á föstudag eftir langt hlé, en ODB lét ekki sjá sig í það skiptið. Jones, sem gekk einnig undir nöfnunum Big Baby Jesus og Dirt McGirt, var þekktur fyrir óperuskotinn rappstíl sinn og óútreiknanlega hegðun. Hann komst margoft í kast við lögin vegna eiturlyfjaneyslu og vopnaeignar og sat inni í tvö ár. Hann lætur eftir sig 13 börn.
Hvíl í friði, Russell. Heimurinn verður litlausari án þín.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim