31.10.05

Fígúrur

Í samræðum í gær setti ég fram þá skoðun að það væri nánast enginn munur á Gillzenegger og stelpuræflinum sem var framan á Sirkus annars vegar og Sylvíu Nótt hins vegar nema helst að það fylgdi sögunni með þá síðastnefndu að hún væri tilbúningur. Hváði þá viðmælandi sem hafði einmitt haldið að Gillzenegger væri sams konar skrípafígúra og Sylvía Nótt. Sem verður að teljast fullkomlega eðlilegt.

26.10.05

Athyglissýki

Hérna í vinnunni er mannsveskja sem hefur þann ömurlega vana að ganga um blístrandi og syngjandi þegar allir um kring eru að vinna. Af einhverjum ástæðum er ég algjörlega sannfærður um að viðkomandi gerir þetta ekki í einrúmi, heldur sé þetta sprottið úr einhverju unglingalegu öryggisleysi og athyglisþrá. Þið vitið, eins og þegar maður stoppar bílinn á gangbraut og krakkarnir sem eru að fara yfir láta eins og maður sé að fylgjast með hverri hreyfingu þeirra en ekki að hugsa um eitthvað allt annað. Hvernig þýðir maður orðið self-consciousness í þessu samhengi?

17.10.05

Klámari


http://www.jokesunlimited.com/whitedot.gif" width="100%" height="100%">
According to experts, my personality type is :
Adult Film Star
Ink Blot Personality TestOther people like me display these traits.
  • They go commando
  • They eat snails
  • They eat tofu
  • They are gas station attendents
  • Take the Ink Blot Personality Quiz at JokesUnlimited.com



    Ég hef valið mér listamannsnafnið Dick Slaughter. Góðar stundir.

    14.10.05

    Orðsnilld

    Alltaf er ég nú að rembast við að hafa hnyttin tilsvör á takteinunum en gengur mjög illa að muna þau fáu skipti þegar ég grísa á að segja eitthvað sæmilega smellið. Ergó man ég ekkert fyndið sem ég hef sagt á lífsleiðinni. Ekki eitt múkk.

    Sama er ekki hægt að segja um menn eins og Mark Twain og Winston Churchill, sem mig grunar að séu skrifaðir fyrir töluvert fleiri frösum en innistæða er fyrir. Sennilega hefur það gengið síðan Mark Twain (Samuel Longhorne Clemens, je je je) var upp á sitt besta að ef einhver vildi koma á framfæri einhverju sniðugu sem hann hafði heyrt, þá hefur viðkvæðið verið: "Pældu í þessu kvóti maður, ég man ekki hvar ég heyrði það en ég held að Mark Twain hafi sagt það: Konur eru eins og ljósastaurar, þegar maður er búinn að éta langar mann að horfa á sjónvarpið," eða eitthvað þvíumlíkt.

    Svo er það Churchill, sem átti að eigin sögn hugmyndina að því að Reykvíkingar og nærsveitamenn notuðu jarðvarma til að hita upp híbýli sín.
    "End hír, mister Tsjörtsill, ví olsó hev, jú nó, hottness in ðö örþ! Vorm örþ!"
    "Bluh, Bluh, waarm up haaaases. Cold haaases. Bluh. Nooobehs."
    Og allir kinka kolli og segja við kallinn hvað hann sé ógeðslega skarpur og þetta sé geðveik hugmynd. Hann hugsar með sér að hann sé æðislegur. Og svo endar það í æviminningunum hans. Þetta ferli hefur reyndar verið endurbætt á síðari árum, þannig að nú hafa sumir stjórnmálamenn ritara sem gefa út hnyttin tilsvör þeirra á bók meðan þeir eru ennþá að potast í pólitík. Það er sniðugt.

    Í framhjáhlaupi vil ég koma því að að Hitler var mun myndarlegri en Churchill og betri dansari. Að því ógleymdu að hann var miklu betri málari. Hitler gat málað heila íbúð á einum eftirmiðdegi. Tvær umferðir!

    Að lokum vil ég svo rifja upp skemmtilega sögu. Bekkjarhópur einn í menntaskóla gerði sér fyrir allnokkrum árum ferð í ofurmarkað fyrir einhverra hluta sakir. Voru nokkrir menntskælinganna í röð fyrir aftan mann sem var að kaupa inn að því er virtist eintómar mjólkurvörur og nóg af þeim: súrmjólk, ost, skyr, léttmjólk, mysing, jógúrt... stafla af mjólkurvörum. Sagði þá Jónas: "Hey, viltu ekki bara kaupa þér belju?"

    12.10.05

    Er þetta ekki merkilegt

    Íþróttir eru skaðlegar heilsunni. Í gær fór ég í fótbolta og var í fyrsta sinn í marga mánuði ekki algjörlega að skíta á mig úr ofnæmisastma og andnauð, þannig að ég gat hlaupið eins og vitleysingur meirihlutann af tímanum og sparkað af fullum krafti í allt sem fyrir varð. Ókei, ég hef reyndar aldrei verið eins og kúluvarpari í vextinum eða sérstaklega ógnandi á velli en ég er þó allavega orðinn feitur núna þannig að það er óþægilegra fyrir þá sem ég lendi á. En uppskeran af þessari ágætu frammistöðu er sú að ég er allur í klessu. Vinstri hásinin er eins og forynjur hafi nagað hana í alla nótt og troðið henni síðan í skrúfstykki, þannig að ég er draghaltur eins og aumingi. Ég er hættur þessu kjaftæði og farinn að æfa boccia. Það er sko almennileg íþrótt.