12.10.05

Er þetta ekki merkilegt

Íþróttir eru skaðlegar heilsunni. Í gær fór ég í fótbolta og var í fyrsta sinn í marga mánuði ekki algjörlega að skíta á mig úr ofnæmisastma og andnauð, þannig að ég gat hlaupið eins og vitleysingur meirihlutann af tímanum og sparkað af fullum krafti í allt sem fyrir varð. Ókei, ég hef reyndar aldrei verið eins og kúluvarpari í vextinum eða sérstaklega ógnandi á velli en ég er þó allavega orðinn feitur núna þannig að það er óþægilegra fyrir þá sem ég lendi á. En uppskeran af þessari ágætu frammistöðu er sú að ég er allur í klessu. Vinstri hásinin er eins og forynjur hafi nagað hana í alla nótt og troðið henni síðan í skrúfstykki, þannig að ég er draghaltur eins og aumingi. Ég er hættur þessu kjaftæði og farinn að æfa boccia. Það er sko almennileg íþrótt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim