26.10.05

Athyglissýki

Hérna í vinnunni er mannsveskja sem hefur þann ömurlega vana að ganga um blístrandi og syngjandi þegar allir um kring eru að vinna. Af einhverjum ástæðum er ég algjörlega sannfærður um að viðkomandi gerir þetta ekki í einrúmi, heldur sé þetta sprottið úr einhverju unglingalegu öryggisleysi og athyglisþrá. Þið vitið, eins og þegar maður stoppar bílinn á gangbraut og krakkarnir sem eru að fara yfir láta eins og maður sé að fylgjast með hverri hreyfingu þeirra en ekki að hugsa um eitthvað allt annað. Hvernig þýðir maður orðið self-consciousness í þessu samhengi?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim