30.4.08

Huglægt tóndæmi

Góðir gestir, ég færi ykkur (sem hafið heyrt það áður) lagið Hr. hvít skyrta og bindi, sem Trúbrot festi svo eftirminnilega á plast fyrir fjórum áratugum en bar ekki gæfu til að setja á A-hlið smáskífu í stað hippavellunnar Starlight. Textinn er sérlega haganlega gerður og dregur fram, samhliða raunsannri mynd af neyslumynstri og dægurstraumum samtímans, ansi áleitnar spurningar um hlutskipti mannsins og hvert hann stefni á tölvuöld. Ef þið lygnið aftur augum og látið hljómfallið umlykja ykkur er ég viss um að þið heyrið sveimandi vælið í gítarnum og töfrandi falsettuna í bakröddunum. Njótið vel!


Hr. hví­t skyrta og bindi komdu blessaður
hví ertu að hlæja, þú ert berrassaður?
Lof mér að kíkja' inn í hausinn þinn
lof mér að sjá bak við augun þí­n

Gettu hver þú ert
Hvað viltu að þú sért?
Gettu hver þú ert
Hvað viltu að þú sért?

Hr. hví­t skyrta og bindi snúðu þér í hring
einn, tveir, þrí­r, dinga linga ling
Hættu að veltast í­ kogganum
hættu að sulla í viljanum

Gettu hver þú ert
Hvað viltu að þú sért?
Gettu hver þú ert
Hvað viltu að þú sért?

29.4.08

Mótmæli

Eftir fjöldahengingarnar í Minnesota, spretthlaupið um Oklahoma og ýmsar aðrar uppákomur var takmarkinu loksins náð; landið var fullnumið af siðmenntuðu fólki. Þjóðarsálin nýbakaða gleymdi sér eitt andartak. Hún dýfði tánum í Kyrrahafið og kastaði mæðinni, stolt yfir árangrinum. Svo vafði hún um sig þykku handklæði, labbaði inn í hús og hringdi í Washington, brjáluð yfir því að helvítis landið skyldi vera búið.

28.4.08

Hress

Hei! Ég fór út að hlaupa í gær! Kringum Öskjuhlíðina! Það eru svona fimm kílómetrar! Hljóp það á jöfnum hraða alla leið! Rólegt og átakalítið! Var rúman hálftíma! Lýsi eftir hlaupafélögum! Ódýr og holl hreyfing! Býð líka upp á Neshring! Hann er svipað langur! Meiriháttar stuð!

25.4.08

Tímamót

Ég var að pæla. Ég og konan mín sátum í stofunni og vorum að horfa á sjónvarpið og fórum að spá í veggfóðrið í þættinum sem við vorum að horfa á. Og þá sagði ég: "Veistu það, við veitum hönnun og lífsstíl ekki nægilega mikla hlutdeild í lífi okkar." Ég er að spá í að gera eitthvað í þessu.

9.4.08

Óborganlegir vinnubrandarar

„Æi, kemur þú aftur. Það veit nú ekki á gott,“ er ótrúlega vinsæl lína og ég fæ aldrei nóg af að heyra hana. Einu sinni var „Já! Halda áfram að vinna!“ ferskasta grínið, og ekki útilokað að sá frasi geri kommbakk, þó að kannski sé hann bundnari við verkamannavinnu, eins og mín reynsla gefur til kynna. Gangandi vegfarendur koma þar sterkir inn. „Vinna betur! Hahaha!“ er líka frábær upphrópun sem er allt of langt síðan ég heyrði. Af mörgu skemmtilegu er að taka.

4.4.08

Atburðum líðandi stundar viðkomandi

Í hvaða bók um ævintýri Lukku-Láka var sú refsing viðhöfð að klappa mönnum undurblítt á vanga eða öxl og segja við þá: "Litli prakkarinn"?

3.4.08

Vorkennum Hannesi

Bla bla bla, málfrelsi, íslensk lög, bla bla, svigrúm til að gagnrýna menn, ég hélt að þetta væri réttarríki bla bla bla bla bla bla málfrelsi bla bla bla, má ég segja eitt? bla bla bla já og einu sinni þá bla bla bla og ég vil engum illt og bla bla bla bla bling bling bla, handvömm og bla bla bla og flebeleb. Bla bla bla bla bla bla bla og blö blö blö blö blö blö blö. Blaður blaður blaður blaður bla bla bla bla blæng. Eftir stendur að bla bla bla bla bla bla og má ég segja eitt? Bla bla bla bla og einu sinni löng og leiðinleg saga og bla bla bla og þá sagði ég bla bla bla. Ble ble blö blö og frumsamið efni og bla bla bla bla bling bling bla.

Trukkabílstjórarnir

Þeir gerðu allt vitlaust.

2.4.08

Eineykisvagn

Hvað í fljúgandi andskotanum er það?

1.4.08

Nýr hringitónn í símanum mínum

Ég er loksins búin að úvega mér nýjan hringitóninn í símanum mínum sem er NOKIA 2670 og ég er meiri háttar ánægður með hann. Nýji tónnin er Walking On Sunshine með Jennifer Lopez, betur þekkt sem hin eina sanna J-LO, sem er ein sú allra vinsælasta í bransanum í dag. Meiriháttar flottur hringitónn og ég er bara að vona að sem flestir hringi í mig svo ég geti hlustað á tónin í allan dag og verið í geðveikum fílingi ;-)