29.4.08

Mótmæli

Eftir fjöldahengingarnar í Minnesota, spretthlaupið um Oklahoma og ýmsar aðrar uppákomur var takmarkinu loksins náð; landið var fullnumið af siðmenntuðu fólki. Þjóðarsálin nýbakaða gleymdi sér eitt andartak. Hún dýfði tánum í Kyrrahafið og kastaði mæðinni, stolt yfir árangrinum. Svo vafði hún um sig þykku handklæði, labbaði inn í hús og hringdi í Washington, brjáluð yfir því að helvítis landið skyldi vera búið.