30.4.08

Huglægt tóndæmi

Góðir gestir, ég færi ykkur (sem hafið heyrt það áður) lagið Hr. hvít skyrta og bindi, sem Trúbrot festi svo eftirminnilega á plast fyrir fjórum áratugum en bar ekki gæfu til að setja á A-hlið smáskífu í stað hippavellunnar Starlight. Textinn er sérlega haganlega gerður og dregur fram, samhliða raunsannri mynd af neyslumynstri og dægurstraumum samtímans, ansi áleitnar spurningar um hlutskipti mannsins og hvert hann stefni á tölvuöld. Ef þið lygnið aftur augum og látið hljómfallið umlykja ykkur er ég viss um að þið heyrið sveimandi vælið í gítarnum og töfrandi falsettuna í bakröddunum. Njótið vel!


Hr. hví­t skyrta og bindi komdu blessaður
hví ertu að hlæja, þú ert berrassaður?
Lof mér að kíkja' inn í hausinn þinn
lof mér að sjá bak við augun þí­n

Gettu hver þú ert
Hvað viltu að þú sért?
Gettu hver þú ert
Hvað viltu að þú sért?

Hr. hví­t skyrta og bindi snúðu þér í hring
einn, tveir, þrí­r, dinga linga ling
Hættu að veltast í­ kogganum
hættu að sulla í viljanum

Gettu hver þú ert
Hvað viltu að þú sért?
Gettu hver þú ert
Hvað viltu að þú sért?