Mmm
29.9.06
28.9.06
Gleðifréttir úr fótboltanum
Í knattspyrnufréttum er það helst að Kamerúninn Samuel Eto'o, hinn öflugi framherji Evrópumeistara Barcelona, verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla. Eto'o er með slitin liðbönd í hné, nefbrotinn, dottinn úr axlarlið og með ískyggilegt skófar á bakinu og telja læknar meiðsl hans hin undarlegustu. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því nú er ekkert því til fyrirstöðu að varamaðurinn Eidur Gudjohnsen frá Chelsea fái að láta ljós sitt skína. Gudjohnsen hefur reyndar þjáðst af rassmyglu vegna langvarandi bekkjarsetu en ætti að vera orðinn klár í slaginn þegar Barcelona mætir Athletic Bilbao á laugardaginn.19.9.06
Orð
Góðir Íslendingar:Rétt í þessu var ég að auðga tungumál okkar. Flestir vita hvað það er að vera mannglöggur, en hver er andstaða þess? Jú, sá sem ekki er mannglöggur er mannblindur. Af þessu er dregið nafnorðið mannblinda. Á þessum drottins degi, hinum nítjánda degi septembermánaðar árið 2006, klukkan eitt eftir hádegi, varð íslenskt mál ríkara. Lát alnetið vera vott minn og stoð í þessu efni.
15.9.06
Síðasta lagið
Ég fór að kaupa í matinn. Amerískir dagar í búðinni. Sykrað örbylgjupopp, pitsur með pepperóní og hakki, sírópshúðuð epli á staur. Fánar og verðmiðar alls staðar. Þriggja lítra dunkar af íþróttasafa. Við kassann sá ég að ég hafði ekki keypt neitt amerískt. Harðfiskur, stoðmjólk. Sveppir, jógúrt. Tók einn poka. Á meðan hljómaði Bridge Over Troubled Water. Hlerarnir voru komnir niður þegar ég gekk út.8.9.06
1.9.06
Svíðþjóð (Slight Return)
Þetta kemur til greina sem plötukóver.Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem getur útskýrt þetta skilti til hlítar.
Í útlöndum er gaman að bragða á framandi mat, eins og til dæmis samískri hreindýrakjötspítu. Hún var reyndar frekar vond á bragðið.