Gleðifréttir úr fótboltanum
Í knattspyrnufréttum er það helst að
Kamerúninn Samuel Eto'o, hinn öflugi framherji Evrópumeistara Barcelona, verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla. Eto'o er með slitin liðbönd í hné, nefbrotinn, dottinn úr axlarlið og með ískyggilegt skófar á bakinu og telja læknar meiðsl hans hin undarlegustu. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því nú er ekkert því til fyrirstöðu að
varamaðurinn Eidur Gudjohnsen frá Chelsea fái að láta ljós sitt skína. Gudjohnsen hefur reyndar þjáðst af rassmyglu vegna langvarandi bekkjarsetu en ætti að vera orðinn klár í slaginn þegar Barcelona mætir Athletic Bilbao á laugardaginn.
<< Heim