24.11.06

Vanmetin starfsgrein

Hvenær lagðist það starf af að standa á sviðsvængnum með langan krók og kippa óverðugum skemmtikröftum út af?

23.11.06

Nýjar og endurbættar reglur um meðferð sprengiefna

Af vef umhverfisráðuneytisins:
"Framvegis þarf ekki að sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar ef halda á flugeldasýningu á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Umhverfisráðherra hefur samþykkt breytingar á reglugerð þessa efnis. Umhverfisráðuneytið hefur heimildir fyrir því að fjöldi flugelda sem notaður er við sýningar sé lítill miðað við það sem almenningur kaupir og skýtur upp á tímabilinu. "
Já, takk fyrir það, indíánafjöður. Það er sem sagt ekki nóg með að það sé ekki svefnfriður í heilan mánuð kringum áramót út af þessari sefpysjukenndu flugeldastagnál og sprengingum, heldur á að bæta ofan á þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig á að bregðast við svona ótrúlegu rexíni. Löggan hefur engin tök á því að láta fólk fylgja þeim reglum sem eru í gildi um meðferð flugelda og hamla gegn endalausri hljóðmengun um miðjar nætur, þannig að við skulum bara slaka á reglunum í staðinn. Harkafæla. Jónína Bjartmarz, þú ert gnak.

Svefnleysismörk

Áðan heyrðist mér einhver þingmaður tala um að hækka svefnleysismörkin. Það er óþarfi að taka það fram að mér finnst það afleit hugmynd.

21.11.06

Húsráð

Hrjá þig geðþyngsli og skapvonska í skammdeginu? Borðaðu þá slatta af hvítlauk og mygluosti, reyktu nokkra pakka af sígarettum og slepptu því að bursta í þér tennurnar. Andfýla er lausnin.

7.11.06

Karlmennska

Alltaf kemst maður í fílíng af því að tæma úr flösku af brennisteinssýru í lagnakerfið. Það lofar góðu fyrir fótboltann.