23.11.06

Nýjar og endurbættar reglur um meðferð sprengiefna

Af vef umhverfisráðuneytisins:
"Framvegis þarf ekki að sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar ef halda á flugeldasýningu á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Umhverfisráðherra hefur samþykkt breytingar á reglugerð þessa efnis. Umhverfisráðuneytið hefur heimildir fyrir því að fjöldi flugelda sem notaður er við sýningar sé lítill miðað við það sem almenningur kaupir og skýtur upp á tímabilinu. "
Já, takk fyrir það, indíánafjöður. Það er sem sagt ekki nóg með að það sé ekki svefnfriður í heilan mánuð kringum áramót út af þessari sefpysjukenndu flugeldastagnál og sprengingum, heldur á að bæta ofan á þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig á að bregðast við svona ótrúlegu rexíni. Löggan hefur engin tök á því að láta fólk fylgja þeim reglum sem eru í gildi um meðferð flugelda og hamla gegn endalausri hljóðmengun um miðjar nætur, þannig að við skulum bara slaka á reglunum í staðinn. Harkafæla. Jónína Bjartmarz, þú ert gnak.