15.5.06

James Osterberg og hljómsveit leika nokkur sígild lög


Ég þurfti að stilla mig sérstaklega um daginn að nöldra ekki yfir því að á menningarsíðum Moggans var talað um að Iggy Pop hefði spilað í Hafnarhúsinu. Svo kíkti ég í Moggann áðan og sá mynd af Óttari Proppé þar sem stóð að Dr. Spock hefði hitað upp fyrir Iggy Pop.

THE STOOGES! THE STOOGES! THE STOOGES! THE STOOGES!

EKKI IGGY POP!

THE STOOGES!

Þeir tóku ekki einu sinni eitt einasta lag með Iggy. Ef Einar Bárðar flytur einhvern tímann The Rolling Stones til landsins, ætla menn þá að tala um að Mick Jagger hafi spilað? Djöfull getur þetta farið í taugarnar á mér.