30.4.06

Flokkslínan

Ég var að lesa eitthvað jarm um að forysta Framsóknarflokksins* hefði verið "ósamstíga" í málum eins og Evrópumálum. Spurning að taka smá pásu og hugsa þegar svona orð koma fyrir.
Það er fáránlegt að gagnrýna fólk fyrir að vera ósammála. Algjörlega fáránlegt. Samstíga flokkar, þar sem allir eru í sama liði og eru skíthræddir við að ergja toppana því þeim finnst svo gott að vera á spenanum, eru stórhættulegir og ólýðræðislegir. Stjórnmál eiga einmitt að snúast um að fólk viðri skoðanaágreining, reyni að læra eitthvað og komist síðan á endanum að niðurstöðu ef hægt er. Eða haldi bara áfram að vera ósammála og láti meirihlutann ákveða.
Vitið þið hverjir eru samstíga? Nasistar.


*Ekki kjósa samt Framsóknarflokkinn. Og ekki kjósa heldur Exbé.