Flogg
Orðið blog er dregið af "web log". Web þýðir vefur. Væri þess vegna ekki ágætt skref í átt til íslenskunar að tala frekar um flogg?
Hér er svo mynd af dauðum hesti.
Hjátrú
Ég var spurður í vinnunni í gær hvort ég væri hjátrúarfullur. Ég svaraði neitandi, mér þætti það boða ógæfu. Svona kemur maður sér í vandræði.