22.2.06

Hjátrú

Ég var spurður í vinnunni í gær hvort ég væri hjátrúarfullur. Ég svaraði neitandi, mér þætti það boða ógæfu. Svona kemur maður sér í vandræði.

3 Ummæli:

Þann 8:36 e.h. , Blogger Vallitralli sagði...

Ég verð að óska þér til hamigju Magnús með að vera loksins kominn efstur á blað þegar leitað er að "magnús teitsson" á google. Lengi hefur það verið "velkominn á Stokkseyri" sem hefur komið fyrst en núna ert þú aðalkallinn á "internetinu". Húrra fyrir þér.

 
Þann 8:37 e.h. , Blogger Vallitralli sagði...

Ég óska þér ekki bara til hamigju heldur líka til hamingju.

 
Þann 9:05 e.h. , Blogger Magnús sagði...

Það er vissulega allnokkur heiður að vera orðinn frægari en ímyndaður hagyrðingur á Stokkseyri og þakka ég kærlega fyrir ábendinguna um það. Þessi handboltagaur þarna í Garðabæ hefur hins vegar aldrei veitt verðuga keppni.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim