28.7.05

Olíudrullusokkar

„Það er samdóma álit olíufélaganna að ályktanir um meint samráð séu allt of víðtækar og sektir ofáætlaðar. Félögin krefjast þess að sektir verði stórlega lækkaðar eða felldar niður.“

Það er meira hvað þessir gaurar skammast sín fyrir glæpamennskuna. Drulluhalar.

Helst í fréttum

Írski lýðveldisherinn lagði í dag niður vopn eftir margra áratuga mannskæða baráttu. En það er helst í fréttum að einhverjir peningakallar eru búnir að skipta Símanum á milli sín og verður fjallað um það að þeim finnist það góð fjárfesting. Ítarlegar prósentutölur munu fylla restina af fréttatímanum. Að síðustu vil ég benda á að Tony Blair er ekki einu sinni rúnkari.

7.7.05

Smá öppdeit

Já, humm... síðustu mánuði hef ég ekki nennt að blogga en það hefur helst borið til tíðinda að ég náði mér í frábæra kærustu sem heitir Brynhildur og við eigum von á barni um miðjan janúar. Í millitíðinni getum við vonandi selt íbúðirnar okkar og keypt eina saman og eru þau mál líka komin vel á veg. Svo erum við á leiðinni út til Glasgow í fyrramálið, förum síðan til York og Liverpool og aftur upp til Glasgow/Edinborgar. Tónleikarnir með Lady & Bird voru geðveikir, Duran Duran voru ágætir. Hef ekki geð í mér til að fara á Snoop. Jæja, ég er farinn að búa íbúðina mína undir sölu og redda miðum á Anfield á þriðjudaginn. Eru ekki allir í stuði?