24.7.08

Okurprent

Útprentun á bókasafninu sem ég er á kostar þrjátíu krónur síðan, hvort sem það er ein eða hundrað síður. Það er okur sem ekki verður púkkað upp á oftar en í þetta eina skipti. Í öðrum fréttum er að ég ætla að aula mér í form, hvað sem það kostar. Ég nenni ekki lengur að samræma björgunarhring, aumingjaaxlir og andneyð. Þar af leiðandi er ég meðal annars hættur að borða nammi, að minnsta kosti þangað til í októberbyrjun eða þar um bil.

3.7.08

Heilatregða

Sumt fólk lætur ekki greindarvísitöluna þvælast fyrir sér. Því ber að fagna.

P.S. Jimbo, ferðu ekki að verða búinn í baðinu?