30.3.08

Viðsnúningur

Sumir sem töldu sig loðna um lófana sjá nú að það var bara rúnk.

28.3.08

Rætist úr degi

Þegar ég mætti í vinnuna klukkan hálfníu var einhver kona í sjónvarpinu að fræða Opruh um hversu margir taugaendar væru í snípnum. Nú er Patrick Duffy hins vegar á skjánum.

25.3.08

Þú ert plebbi...

...ef þú auglýsir Range Rover á Íslandi með blaðri á ensku um hvað Íslendingar séu æðislega miklir smekkmenn á fjallabíla.

...ef þú fílar Range Rover-auglýsinguna af því að það er svo gaman að heyra hvað útlendingum finnst um Ísland.

...ef þér finnst þessi bloggfærsla vera nöldur um eitthvað sem skiptir ekki máli en hefur samt lesið svona langt.

22.3.08

Ég ljáði þér eyra og ég held að þú hafir virkilega reynt að syngja ekki falskt. Þá voru klæði þín slík að Harry Nilsson hefði verið fullsæmdur af. Það máttu eiga.