16.2.05

A time to sow...

Hef þetta stutt í dag:

Fór á nútímadansverkið Við erum öll Marlene Dietrich for í síðustu viku. Það var þrælgott og ég hvet alla til að fara á það. Held ég noti menningarskriðþungann til að fara loksins á Svik við fyrsta tækifæri og auglýsi eftir áhugasömu meðreiðarfólki í það verkefni.

Byrjaði á mánudaginn í tólf vikna hreyfingar- og mataræðisátaki með Guðrúnu Helgu úr vinnunni, böggum hvort annað sífellt með röfli og tölvupósti til að gleyma þessu ekki. Lyfta tvisvar í viku, sund eða önnur hreyfing fjóra daga og slæpingjaháttur einn helgardag eftir hentugleikum. Bannað að éta skít nema á slæpingjadögum. Fituprósenta 17,1% en markmiðið er að skrúfa það niður í 15% á fjórum vikum og 12% á tólf vikum.

Inni: TV on the Radio, kúrbítur, film noir, Curtis Mayfield, vatn, Sufjan Stevens, indverskar baunapönnukökur, Klink og Bank, heill ananas, tannþráður, Richard Brautigan, ömmuteppi.

Úti: Britney Spears, McDonald's, Sjálfstæðisflokkurinn, kúbismi, Status Quo, Björgvin Halldórsson, Þorsteinn Gunnarsson, beikon, sandalar, Eurovision.

2 Ummæli:

Þann 9:36 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Nei Status Quo er alltaf inni, er að spila tónleikaútgáfu af Hold you back núna. Sá þá á tónleikum í Reiðhöllinni í Víðidal og þeir hafa verið inni síðan.

 
Þann 2:41 f.h. , Blogger Svanhildur Hólm Valsdóttir sagði...

Dööööh. Ertu orðinn eitthvert menningarfrík? Og hættur að borða drasl? Þetta getur ekki farið vel.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim