Já, Jón hérna...
Það voru hrikaleg vonbrigði þegar ég tók einu sinni persónuleikaprófið Minnesota Multiphasic Personality Inventory, eða MMPI eins og það er kallað í hausflökunarbransanum. Ég hélt að það væru óumdeild sannindi að ég væri ekki alveg eins og fólk er flest, en í staðinn fékk ég flatneskjulegasta prófíl sem sést hafði árum saman. Hver einasti stuðull innan meðalfráviks. Sem sagt sound as a pound, andstætt því sem ég held að flestir hafi talið. Þess vegna tek ég svona lagað ekkert nærri mér:Go with the flow, eins og MC Hammer sagði, aðlögun. Tilgangur lífsins. En núna er ég farinn í veggó. Kannski segi ég ykkur einhvern tíma fljótlega hvað ég var nálægt því að heita Jón.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim