8.2.05

Svíþjóð - bezt í heimi!

Þá liggur endanleg niðurstaða fyrir: búið er að velja Svíþjóð 20. aldar besta land veraldarsögunnar. Dómnefnd lagði mat á margvíslega þætti og voru kostir á borð við Björn Borg, Abba, Volvo, Tomas Ledin, Victoria Silvstedt og Ikea yfirsterkari göllum eins og Ace of Base, Bofors, rotnaðri síld (surströmning) og Staffan Olsson. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni gagnvart Dr. Alban en félagsþjónustan hlaut einróma lof fyrir ötulan stuðning við hundahald fyllibyttna og dópista og þurfti það ekki að koma á óvart í ljósi vinsælda sósíalsins gegnum tíðina. Allt í allt góð útkoma en engan veginn afgerandi þar til þessi vefsíða varð á vegi nefndarinnar. Úrskurðurinn er endanlegur og verður ekki áfrýjað með neinum hætti, enda ólíklegt að nokkrum heilvita manni detti það í hug.

2 Ummæli:

Þann 2:07 e.h. , Blogger Magnús sagði...

Saab-herþotur eru stórkostlega ljótar, en ef eitthvað var kom það til greina að gefa plús fyrir það. Svona eins og bjórkútur með framúrstefnulegum handföngum... keggaren, för fan!

 
Þann 4:08 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hefi sagt það áður og segi það enn: Þetta er Svínþjóð. Enda bý ég þar.
Andrilitli

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim