17.1.05

Ömurlegasta bók allra tíma

Hvenær verðum við endanlega laus við þetta trúarstagl? Hvenær hættum við að heyra að það trúi allir á eitthvað, að Guð sé almáttugur, algóður, kærleikurinn komi frá kristindómnum en þeir sem hafni þessum hindurvitnum séu óæðri mannverur? Og hvenær hættir fólk að þylja tilvitnanir úr biblíunni eins og það sé allt óhrekjanlegur sannleikur en ekki fáránlegt fornaldarblaður fyllt mannhatri?

Vont fólk er víst vont frá fæðingu og lýgur í illgirni sinni frá því andartaki sem það kemur í heiminn. Þið vitið, litlu nýfæddu börnin. Þau eru eitruð eins og nöðrur (segir Guð). Megi Guð brjóta tennurnar í vonda fólkinu og skera það í spað, þannig að það deyi eins og snigill sem bráðnar, og sjái aldrei til sólar. En hinir réttlátu verða glaðir yfir hefnd Guðs (hélt reyndar að Guð hefði búið vonda fólkið til líka, samkvæmt þessum kokkabókum) og munu dansa í blóði hinna sem Guð hefur drepið.

Þetta var 58. sálmur í hnotskurn, meiri kærleiksboðskapur við gott tækifæri.

2 Ummæli:

Þann 1:56 e.h. , Blogger Magnús sagði...

Þú átt þessa hrifningu sameiginlega með Albert Fish, sem lærðir menn sögðu á sínum tíma að ætti engan sinn líka í sögu afbrigðilegrar sálfræði, það væri engin skrásett tegund kynferðislegra frávika sem hann stundaði ekki reglulega. Algjörlega alhliða og fullkominn pervert sem sagt, meðal annars barnamorðingi og mannæta. En hann var nú ekki Boney M. aðdándi kallinn, því hann var steiktur í rafmagnsstólnum í Sing Sing árið 1936 við töluverðan fögnuð, og hafði sjálfur hlakkað mikið til. Það þarf ekki að taka það fram að hann þjáðist af trúarlegri maníu og sótti innblástur þvers og kruss í biblíuna. Jesaja 36:12 var til dæmis í miklu uppáhaldi hjá honum.

 
Þann 9:06 e.h. , Blogger Not available sagði...

Ég forðast rökræður við trúaða eftir fremsta megni, enda ekkert upp úr því að hafa nema pirring. Þegar ég er inntur eftir sannleiksgildi þróunarkenninga, miklahvells og alls þessa spyr ég um sama gildi Biblíunnar og þá er iðulega sama svarið: "Það stendur í Biblíunni." Þá bendi ég ósköp rólega á að heimildir geta ekki dæmt um eigið sannleiksgildi og þar af leiðandi er ómögulegt að taka mark á henni. Ég meina, hvað ef önnur biblía hefur verið til, sem tók málstað Faríseanna en var brennd á miðöldum, svo dæmi sé tekið? Best er að halda fram efa frekar en vissu um að guð sé ekki til, þannig vinnur maður alltaf.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim