14.1.05

Lost in Incompetence

Ekki skil ég hvernig ég fór að því að taka ekki eftir hver þýddi The Office-þáttinn sem var í sjónvarpinu í gær. Greinilega einhver hálfmongólíti sem kann ekki ensku, notar alltaf fyrstu merkinguna sem hann rekst á í orðabókinni og hefur ekki séð þáttinn. Dæmin voru svo mörg að ég missti áhugann á að leggja þau á minnið af ótta við að fólk héldi þá að ég væri með tæmandi lista. En þegar Tim sagði til dæmis að hann hefði engar áhyggjur af því að makarnir hans gerðu grín að honum, því hann ætti enga maka ... endalaust svona steinsteypt og djúpsteikt þrugl. Get a grip, for fuck's sake. Nema hvað það myndi sennilega skiljast sem áskorun um að fá sér handfang til að ríða. Hálfviti.

2 Ummæli:

Þann 1:46 e.h. , Blogger Ingolfur sagði...

Loksins finn ég nýju bloggsíðuna þína!
Takk fyrir síðast.
Fer strax og laga linkinn á þig. Af hverju eru öngvir linkar á þessari síðu?

 
Þann 4:16 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

(ekki endilega orðrétt, skrifað eftir minni)
"Here's a younger model of dawn."
"I'm not a model" (þýðing: "Ég er ekki tískudrós.")

Sennilega eitthvað til í gagnrýninni hjá Magganum. Svo má ekki gleyma því hvernig þýðandi gerði tilraun til að slátra Sopranosþætti fyrir nokkru. Það virðist vera nóg af vanhæfum þýðendum sem fá vinnu.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim