12.1.05

Stutt einræða um samtímalistir

Fyrir mörgum mörgum árum lá ég fullur í móa og hlustaði á hljómsveit kynnta til sögunnar sem hét Helgi og hljóðfæraleikararnir. Það fannst mér og finnst enn notalega kveint nafn. Síðan líður tíminn og ég veit minnst um aktúelt átpútt þessarar hljómsveitar, þangað til í dag að ég hleð niður lagi með henni af síðu Dr. Gunna.

Það er plús að nota frasann "Meira pönk, meira helvíti" í viðlagi. Sjaldan er góð ýsa of oft freðin.

Það er líka algjör plús að drulla yfir viðfang textans með orðunum "Þú dansar eins og öryrki". Gloriously un-PC.

En þá er mínus að syngja sjálfur eins og gömul kelling.

En sosum plús að reyna ekki að vera James Hetfield heldur. Eru ekki allir örugglega búnir að kynna sér niðurrifslistakollektívið Beatallica?

Umm já, Helgi og hljóðfæraleikararnir. Þetta stöff á nú ekki erindi mörg menningarljósár út fyrir Stór-Kristnessvæðið en er engu að síður vinalegt. Ég endurfreisa bara það sem einhver sagði um Grant Lee Buffalo: "They'll keep the home fires burning, but they'll never set the world on fire".

Og í þeim orðum er ég farinn ókeypis í bíó.

2 Ummæli:

Þann 10:23 e.h. , Blogger hronnsa sagði...

okeypis i bio! helviskur.

 
Þann 8:42 e.h. , Blogger Magnús sagði...

Only sugar has more sugar.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim