13.1.05

Orud Boeyu

Mjá, menn voru bara grand á því og splæstu á vini sína í bíó með frímiðum. Ef það væri meira grand væri það nóló, eins og var stundum sagt hérna í málningunni um árið. Ég iðaði í sætinu af leiðindum undir lok myndarinnar, sem var hin suður-kóreska Old Boy, en ég verð að viðurkenna að ég var ekkert spældur í hálfleik. Á endanum fær hún eina og hálfa blómkálssúpu af fjórum mögulegum, sem ég tek fram að er aðeins rétt undir meðaltali og meðaltalið miðast við þær myndir sem ég tek meðvitaða ákvörðun um að sjá. Hún fær plús fyrir að vera ekki heilaþvegin drulla fyrir forheimskaða unglinga og fyrir að innihalda einstaka atriði sem eiga sér ekki hliðstæðu í neinum myndum sem ég hef séð. En mínus fyrir að meika á endanum ekki nógu mikið sens til að vinda ofan af óskiljanlegheitunum í byrjuninni, og skelfilegt tilfelli af Deus ex machina. Áhugamenn um neyslu lifandi sjávardýra, tannpyntingar, heyrnarskemmdir og kóreska menningu ættu að fá yfrið nóg fyrir sinn snúð en ég get ekki mælt með þessari mynd við marga aðra. Já, og forráðamenn Laugarássbíós: drullist til að lækka áður en fer að blæða úr eyrunum á einhverjum. Spurning að vera ekki með bóner alla ævina yfir þessum æðislegu hljómflutningstækjum sínum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim