10.1.05

Feiti, feiti

Ég skrapp í 10-11 í Lágmúla í morgun, sem er uppáhaldsbúðin mín þar sem hún er opin allan sólarhringinn og er í póstnúmerinu mínu. Mjög heimsborgaralegt finnst mér, sem minnir mig á að Grænn kostur fær lúðastrump í kladdann fyrir að opna ekki fyrr en klukkan eitt á sunnudögum. Eníhú. Þar sem ég er að labba í bílinn úr 10-11 geng ég fram á þann feitasta skógarþröst sem ég hef séð um dagana. Hann var svo feitur og svifaseinn að það lá við að ég stigi á hann. Æðislega sætt, finnst kannski sumum. En hvað er eiginlega í gangi? Skógarþröstur sem er í of lélegu formi og of latur til að færa sig undan?! Hvernig er þetta þjóðfélag eiginlega að verða?

1 Ummæli:

Þann 4:16 e.h. , Blogger hronnsa sagði...

hrykalegt, madur. hrykalegt.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim