Umburðarlyndið og sannleikurinn
Jæja. Ætlar ENGINN sem tjáir sig opinberlega um trúarbrögð í skólum og er fylgjandi kristniboði að sleppa því að gera trúleysingjum og foreldrum upp skoðanir? Það er alveg magnað hvernig sífellt er reynt að mála skrattann á vegginn (haha) og láta eins og verið sé að ofsækja kristna og meina fólki að trúa því sem því sýnist. Það eina sem ég bið um er að þurfa ekki að velja á milli þess að hafa barnið mitt útundan á leikskóla eða að láta prest þylja yfir því hvað sé nú satt og rétt um Gvuð og Jesús. Ef ríkiskirkjan og prestar hennar sýndu að þau gætu farið með rétt mál (trúboð eða ekki?), tekið til sín margendurteknar leiðréttingar og ekki síst gert greinarmun á trúboði og fræðslu um trúarbrögð væri þetta ekkert vandamál. En meðan nokkur möguleiki er á að börn í skólum fái ekki að vera í friði fyrir atvinnutrúmönnum, sem er skýrt brot á mannréttindasáttmálum og almennri virðingu fyrir réttinum til lífsskoðana, legg ég til að menn hætti að rífa kjaft um yfirgang trúleysingja og hvernig samfélagið sé að hrynja vegna skorts á guðsótta.
<< Heim