28.9.07

Kvöld sem getur ekki klikkað

Ég eyði alltaf kvöldinu fyrir framan sjónvarpið. Það er orðið svo mikið framboð af meiriháttar góðu efni að ég eyði öllum frístundum í Lazy-Boyinum til að missa ekki af neinu. Skrepp reyndar út í sjoppu í auglýsingum, nema það séu nýjar og flottar auglýsingar auðvitað. En svona verður prógrammið:

Skjáreinn 18.15 Dr. Phil – Nú er kallinn að gera sig. Hættur í hipparuglinu og farinn að senda eldgömul (næstum fertug!) hrukkudýr í nokkurra vikna leysigeislameðferðir og trítment. Vel giftur, kallinn.

Stöð 2 18.30 Fréttir – Alltaf eitthvað að gerast. Klikkar ekki. Gott að hafa þessi gríðarlega traustvekjandi andlit á skjánum.

Stöð 2 19.50 Friends – Friendsararnir klikka ekki á þessu. Joey alltaf jafn heimskur og svona. Það má horfa á þetta endalaust.

RÚV 20.10 Útsvar – Spurningakeppni landshluta. Það má hlæja að því. Verst að það eru engir hagyrðingar til að toppa dæmið. Fimm mínútur passlegt.

Stöð 2 20.15 Tekinn 2 – Besta stöffið í íslensku sjónvarpi, skuldlaust. Tær snilld að láta lögguna taka fólk og segja að það hafi valdið slysi. Alveg óborganlegt þegar það fattar að það var bara lygi! Böstiiid!

Omega – Dagskrá allan sólarhringinn. Say no more.

Stöð 2 Bíó 22.00 The Big Hit – Sennilega besta mynd allra tíma. Nenni samt ekki að horfa á hana alla.

RÚV 22.35 Plunkett & Macleane – Gaurarnir úr Trainspotting gera allt vitlaust í gömlum búningum.

Sýn 23.00 World Supercross GP 2006-2007 – Þeir hljóta að vera vangefið sterkir í hnjánum þessir gaurar.

Stöð 2 23.05 The Man – Samuel L. Jackson er auðvitað svalastur. Líka pabbinn úr American Pie, geðveikt leiðinlegur náungi. Getur ekki klikkað.

Sirkus 00.35 Tónlistarmyndbönd frá Popp TV – Eru ekki allir ferskir??!