26.11.07

Ég bara ég - og Framsóknarflokkurinn

„Guðni Ágústsson lýsir því í nýrri ævisögu sinni að ódrengilegt hafi verið af formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að hafa varaformann sinn ekki með í ráðum þegar Halldór og Davíð Oddsson ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak.“

Þetta er frábær punktur hjá Guðna. Ekki var ég spurður, og ég er einmitt frekar spældur með það. Ég þekki engan sem var spurður, og ég veit að sumir eru ekki sáttir. Það eru reyndar allt hælbítar og kommúnistar sem fagna því gríðarlega að allt sé í klessu í Írak. Ekki var utanríkismálanefnd Alþingis spurð. En stóra málið er auðvitað að Guðni Ágústsson skuli ekki hafa verið spurður áður en íslenska þjóðin var látin styðja ólöglegt og forkastanlegt innrásarstríð sem hefur kostað hundruð þúsunda almennra borgara lífið. Þvílík svekking, þvílík niðurlæging að þurfa að heyra um þetta í fréttunum í bílnum eins og hver annar sauður. Sem Guðni ekki er. En það er nú gott að allt fór vel að lokum og Framsóknarflokkurinn þurrkaðist ekki algjörlega út.

http://www.visir.is/article/20071125/FRETTIR01/71125012