26.11.07

Framsóknarflokkurinn leysir vandann

Úr ályktun SUF sem samþykkt var síðastliðinn þriðjudag:

„Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðu mála á húsnæðismarkaði.
Verðmyndun á markaðnum sem og aðstæður á lánamarkaði gera það nú að verkum að ungu fólki er nánast ómögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Þá er leigumarkaðurinn ekki valkostur til lengri tíma enda leiguverð á íbúðarhúsnæði nú einnig í sögulegu hámarki.
Ungt fólk krefst raunverulegra aðgerða af hálfu stjórnvalda, enda ekki boðlegt að einu viðbrögð forsætisráðherra þjóðarinnar, séu að segja fólki að kaupa sér ekki húsnæði.
Þörf fólks fyrir húsnæði hverfur ekki þó forsætisráðherra kunni að óska sér þess. Stjórnvöld verða að stemma stigu við villtum dansi bankanna á markaðnum og standa vörð um Íbúðalánasjóð sem tryggir aðgang allra landsmanna að ódýru lánsfé, óháð búsetu.“

Okkur vantar einmitt meira ódýrt lánsfé til að hemja húsnæðismarkaðinn. Flott hjá ykkur, framsóknarmenn. Með ykkar 11,7 prósenta fylgi á landsvísu, og í ljósi frábærrar frammistöðu ykkar í húsnæðismálum sem öðrum málum, er hneyksli að þið séuð ekki í ríkisstjórn.