9.3.07

Restin

Orðaforði knattspyrnuheimsins er sömuleiðis margbrotinn. Til dæmis skoraði Svíinn Henrik Larsson ágætt skallamark fyrir Manchester United og sögðu þá lýsendur að boltinn „bara rynni af pönnunni á honum". Sjálfsagt gerir Henrik dúndrandi góðar kjötbollur heima í Helsingjaborg. Einn leikmanna Arsenal fékk umsögnina „Hann tæmir hlaupið vel", sem ég skildi ekki almennilega þar til ég tengdi það við gælunafn Arsenal, sem er Skytturnar. Hjá mótherjunum, PSV frá Eindhoven í Hollandi, vakti brasilíski varnarmaðurinn Alex sérstaka athygli enda skoraði hann bæði mörk leiksins, sem lauk með 1-1 jafntefli. Það fylgdi sögunni að Alex væri jafnan kallaður „Tankurinn", sem þýðir að öllum líkindum að hann sé helltur fullur fyrir hvern leik. Hann er reyndar eins og skriðdreki á velli en það kemur málinu ekkert við.
Blogger er drasl.