5.3.07

Getraun

Hver skrifaði, og hver er boðskapurinn?

"Saga er sögð af presti einum sem fékk far með gömlum bónda í sókninni. Skyggnið var slæmt og presturinn spurði bóndann hvernig hann gæti ratað í þessu slæma skyggni,„Ég treysti á mína góðu sjón,“ sagði bóndinn. Þegar þeir höfðu ekið lengi enn, og alltaf varð myrkrið meira og vegurinn verri og presturinn stressaðri.„Geturðu virkilega séð nokkurn skapaðan hlut?“ spurði hann bóndann. Þetta sinn viðurkenndi bóndinn að skyggnið væri ekki upp á marga fiska, „en,“ sagði hann, „Nú treysti ég á klárinn.“ Enn dimmdi og vegurinn versnaði til muna, og presturinn varð alvarlega áhyggjufullur: „heldurðu virkilega að það sé óhætt að treysta þessum jálki fyrir lífi okkar og limum?“ „Nei,“ svaraði bóndinn hugsi, „nú treysti ég bara á Drottinn.“ - Og þá bað presturinn hann um að setja sig af."

Að sjálfsögðu er einnig vinsælt að benda á málfars- og innsláttarvillur.