6.4.05

Sitemiz bakıma alınmıştır!

Humm já, afsakið... langt síðan ég hef drepið niður fæti hérna. Rétt að kíkja inn milli þess að gera eiginlega ekki neitt. Þessa dagana geng ég sérstaklega keikur um með geðveikislegt Jókerglott enda búið að taka jólapappírinn utan af nefinu á mér eftir að læknir skar það í spað og braut það. Það þarf ekki að taka það fram að ég er fegurri en nokkru sinni fyrr, með létt blátt og gult mar neðan við hvort auga sem minnir á tyrkneska fótboltamarkmanninn og umlaut-dílerinn Rüstü. Sem svo skemmtilega vill til að spilaði með Fenerbahce síðast þegar ég vissi, en það lið spilar einmitt í gulum og bláum búningum. Með Abba á fóninum væri allt fullkomnað, eins og Jesús sagði.


Svo eru það hitamálin:

Páfinn: Gott að kallinn fékk hvíldina. En rosalega er það vafasamt hvað fólk sækir gjarnan í umgjörðina á því sem það trúir á, frekar en innihaldið. Og kaþólska kirkjan er ekki sérstaklega virðingarvert apparat í mínum augum. Trúi þeir sem trúa vilja, mér og mínum að meinalausu.

Útvarpið: Englendingar eru með gott orð yfir svona gaura eins og Markús og Auðun: muppets. Sjáið þið þá ekki fyrir ykkur í Prúðuleikurunum? Ég verð reyndar að viðurkenna að íslenskt samfélag, og sérstaklega fjölmiðlaheimurinn, yrði yfirhöfuð gott stöff í Prúðuleikarana. En þetta útvarpsstjóradæmi var löggilt skrípó.

Veðrið: Krapp. En það er hefð fyrir því að það batni eftir því sem líður á vorið. Ég þori að veðja að það á eftir að hlýna áður en mánuðurinn er úti.

Tónlist: Þeir sem þekkja engin lög með The Kinks nema You Really Got Me eru vinsamlegast beðnir að hafa samband. Geðveikislega frábær hljómsveit.

Bókmenntir: Rosalega eru læknabiðstofur vel birgar af dönskum tímaritum um innanhússarkítektúr. Ágætt stöff sosum. En ég er að láta trufla mig á að lesa frumburð J.G. Ballard, The Drowned World, til að gefa Terry Pratchett einn alvöru séns. Virkar skylt Hitchhiker's Guide til að byrja með, og ekkert að því. Það er ekki eins og sá pakki hafi ekki verið étinn með bestu lyst á sínum tíma, og Red Dwarf síðar. Svo fékk ég fyrirspurn í dag um Edward Bunker og var skjótari en skugginn að mæla heils hugar með honum.

Shout out to tha homeez: Einar á Woody Allen-slóðum í NYC, flestir aðrir í stresspakkanum, Hjörvar að brillera á ritvellinum. Alles gute, Heimatsjüngen.

2 Ummæli:

Þann 10:56 f.h. , Blogger Ingolfur sagði...

Jamm þetta er komið soldið langt frá upprunanum þetta páfamambó allt saman.

 
Þann 11:35 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já til hamingju með afmælið. Hvenær var það?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim