3.6.07

Spjúff

Ég hef aldrei vitað aðra eins sjóferð, segi ég nú bara. Það var stíft rok í Grindavík og meira en að segja það að hjóla þar, en hafðist á endanum. Reyndar náði ég að villast (held að heilinn hafi verið orðinn súrefnislaus) þegar hitaveitan eða hvað þetta er við Bláa lónið var í augsýn og fékk ekki opinberan tíma, en komst þó fyrir eigin vélarafli á leiðarenda á einhverjum örfáum mínútum yfir tveim tímum. Þá voru lærvöðvarnir farnir að kveinka sér töluvert. Í það heila gott stuð. Frekar dasaður núna. Og útitekinn. Spurning að fá sér vinnu í skógerð.