Vægi atkvæða
Hugsum okkur að í einu kjördæmi landsins væri kjörsókn aðeins brot af því sem hún væri annars staðar, segjum tíu prósent þar en sjötíu til áttatíu prósent annars staðar. Það væri þá mjög skrítið að svipað margir þingmenn kæmu úr því kjördæmi og hinum. Þetta er jaðardæmi en sýnir að mínu mati hugsanlega skekkju í kosningakerfinu. Mælir eitthvað gegn því að fjöldi þingmanna í hverju kjördæmi fari eftir fjölda greiddra atkvæða, sem sagt íbúafjölda á kjörskrá sinnum kjörsókn? Það myndi væntanlega jafna fjölda atkvæða á bak við hvern þingmann.
<< Heim