6.8.06

Meiri hryllingur

Tvær nauðganir, svo vitað sé opinberlega, eru komnar um helgina á Akureyri, færri en á sama tíma í fyrra. Flestar nauðganir eru þó á sunnudagskvöldum, samkvæmt starfsmanni systursamtaka Stígamóta. Tugir fíkniefnamála. Vestmannaeyingar eru þrautþjálfaðir í að halda niðri umræðu um nauðganir á "Þjóðhátíð", þannig að ennþá óljósara er hversu mörgum hefur verið nauðgað þar um helgina.

Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og þessum hryllingi linni, en þetta er algjörlega fyrirsjáanlegt á hverju ári. Ef löggan hefur engan hemil á lögbrotum, af hverju er þetta þá leyft ár eftir ár? Getur það verið af því að hagsmunaaðilar þar sem þessar ógeðshátíðir eru haldnar eru sáttir við að fórna litlum krökkum til þess að þeir fái sjálfir peninga í vasann?