Hætt að elta venjulega Íslendinga
„Sektum fyrir að tala í farsíma og aka bíl á sama tíma hefur fækkað um helming miðað við árið í fyrra. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögrluþjónn segir að ástæðan sé sú að lögreglumenn séu hættir að eyða ómældu púðri í að eltast við venjulega Íslendinga sem séu oftast réttu megin við lögin. Hún eyði núna orku sinni í að elta uppi síbrotamenn í umferðinni.“Þetta stendur á mbl.is. Af hverju í ósköpunum er ekki talað um venjulegt fólk frekar en venjulega Íslendinga? Á kannski að halda áfram að elta venjulega útlendinga, af því að þeir eru oftast vitlausu megin við lögin?
<< Heim