6.8.08

Blátönn með rentu

Sælir, lesendur góðir. Í dag leita ég til ykkar með tæknilegt vandamál, þar sem ég er þess fullviss að einhver ykkar sé fullframaður á tölvuöld. Ég er sko með farsíma frá Nokia og vil færa myndir sem ég ef tekið á hann yfir í Hewlett-Packard fartölvuna mína. Síminn er með Bluetooth og tölvan á að vera með það líka en mér gengur engan veginn að láta tölvuna ná sambandi við símann. Bluetooth er greinilega í gangi í símanum þannig að mig grunar að tölvan sé vandræðagepillinn. Vantar mig einvers konar forrit í hana? Þarf ég að kaupa mér eitthvert stykki á hana til að ná sendingunni úr símanum? Voru það mistök að kaupa ekki einhverja forneskjulegri tegund af síma svo að ég gæti einfaldlega tengt hann við tölvuna með snúru? Eða hefði verið einfaldara fyrir Nokia að drullast til að hafa þannig port á símanum sem ég á?

Með kærri kveðju og von um svör,
Magnús