19.8.08

Snarbrattur Hamarinn

Í dag er bjartur og fagur dagur, þannig að við skulum líta á örstutt myndskeið til að koma okkur í enn betra skap. Mikill meistari var Stallari Hamar og gæfa heimsins víðern að list hans hafi eitt sinn verið viðmið annarrar listar. En svo skipuðust veður í lofti vonum fyrr; launaskrá og blíng rifu af Hamrinum sjóhattinn og tróðu upp á hann hempu. Þó ekki fyrr en þetta stórvirki hafði litið dagsins ljós. Hentu í mig Hamrinum!