30.6.07

Lögregla ræðir um daginn og veginn við meinta mótmælendur

Hér eru góðar fréttir af textavarpinu:

Meintir mótmælendur á Seyðisfirði
Fjórir menn sem lögreglan telur að hyggi á mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álverinu við Reyðarfjörð í sumar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær. Mennirnir eru allir hollenskir og að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns sýslumannsembættisins á Seyðisfirði, var einn þeirra viðriðinn mótmælaaðgerðir á Austurlandi í fyrra en var þó ekki meðal þeirra sem hlaut (svo!) dóm fyrir slíkt. Óskar segir að lögreglan hafi rætt við fjórmenningana við komuna til landsins en ekki hafi verið um yfirheyrslu að ræða.

Það er nokkuð ljóst að ég sef betur í nótt fyrst lögreglan einbeitir sér að þeim verkefnum þar sem hennar er mest þörf. Annars mætti augljóslega taka harðar á forhertum glæpamönnum af þessari sort. Hvað viljum við? Auknar heimildir til að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í gæsluvarðhaldi án dómsúrskurðar! Hvenær viljum við það? Ekki seinna en strax! Áfram Óskar, láttu þá hafa það!