9.4.07

Ruglhaus

"Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í páskaprédikun í Dómkirkjunni í morgun, að upprisa hins krossfesta sé (svo!) yfirlýsing Guðs um helgi lífsins og eilíft gildi," segir Mogginn.

"... Boðskapur fagnaðarerindisins er köllun til iðrunar og afturhvarfs," sagði Karl.

Í fyrra sagði hann að páskarnir væru brandari. Hann er greinilega með allt á hreinu.

"Hinn andlegi hafís guðleysisins lónar fyrir landi, og ískalda og vonarsnauða þoku stafar frá honum. Gegn því stendur hinn hlýi vorþeyr upprisutrúar og vonar," sagði Karl Sigurbjörnsson.

Æi, sjálfur geturðu verið landlægur skafís.