19.10.06

Hundaklifberar

Á nýmjólkurfernu frá "MS Reykjavík" stendur:

"Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi

Meðan tún voru þýfð og þjóðleiðir lítt greiðfærar kom það fyrir að farartæki þess tíma, hestar, kerrur og sleðar, lentu á þúfu eða steinnibbu með þeim afleiðingum að menn og klifjar snöruðust af. Þannig lýsir málshátturinn því þegar eitthvað mikið gerist af litlu tilefni. Enn eru menn að leggja stein í götu náungans í þeim tilgangi að fella hann á ferð sinni. Þar er sem betur fer ekki alltaf úr háum söðli að detta, og mýkir það nokkuð fallið."

Þetta er alveg glatað. Maður skrifar ekki "klifjar" með einföldu i-i og allra síst við hliðina á slagorðinu "Íslenska er okkar mál" utan á mjólkurfernum. Þess utan hefði ég haft semíkommu í staðinn fyrir kommu á eftir "tíma" og sleppt kommunni á undan "og" (sem er reyndar ekki algild regla vegna innskotssetninga) en það skiptir minna máli.