6.6.06

Óli í sjónvarpinu

Ég kíkti aðeins á sjónvarpið kringum áttaleytið á sunnudagskvöldið og kíkti á NFS. Þar var Óli Tynes við skrifborðið sitt og kynnti myndskeið af netinu, í að því er virtist engri upplausn. "Dýrin bregðast ekki," sagði Óli eftir að nokkur myndskeið höfðu runnið. Svo kvaddi Óli með orðunum "Sjáumst á laugardaginn".

Hvað í ranghverfum gíraffahálslið með rifsberjasultu er eiginlega að hjá þessu liði?? Óli Tynes - Andy Rooney Íslands nema ófrumlegri, leiðinlegri og ömurlegri á allan hátt - að sýna einhver ömurlega léleg klipp sem einhver fann fyrir hann á internetinu? Á besta tíma um helgar? Er ekki allt í lagi?? Hei Óli, við sjáumst EKKI á laugardaginn.